Njarðvík fékk Drago styttunaPrenta

Fótbolti

Á ársþingi KSÍ í dag voru veittar viðurkenningar fyrir háttvísi í deildarkeppni sl. sumar. Njarðvíkingar fengu þar afhenta Drago styttuna sem er viðurkenning fyrir háttvísi í Inkasso-deildinni á síðasta sumri. Það var Árni Þór Ármannsson formaður sem veitti henni viðtöku frá Guðna Bergssyni formanni KSÍ.

Njarðvík hefur einu sinni áður fengið styttuna afhenta en það var árið 1986 en þá lék liðið í 2. deild (b.deild).

Mynd/ Árni Þór og Guðni Bergsson (mynd KSÍ)