Njarðvík-Breiðablik í Subwaydeild kvenna í kvöldPrenta

Körfubolti

Hraðpróf óþörf

Njarðvík tekur á móti Breiðablik í Subwaydeild kvenna í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 19:15. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Njarðvík TV hér.

Okkar konur tróna á toppi deildarinnar með 18 stig eftir 11 leiki en leikur kvöldsins er þriðji síðasti deildarleikurinn á þessu ári. Næsti deildarleikur er heima gegn Skallagrím og síðasti deildarleikurinn er 29. desember gegn Keflavík á útivelli.

Stjórn KKD UMFN hefur ákveðið að vallargestir þurfi ekki að fara í hraðpróf fyrir heimaleiki. Stuðningsmenn munu þó þurfa að skrá sig við inngang fyrir smitrakningu.

Leikir kvöldsins í Subwaydeild kvenna:

18:00: Haukar – Grindavík
18:15: Skallagrímur – Fjölnir
19:15: Njarðvík – Breiðablik
20:15: Keflavík – Valur

#ÁframNjarðvík