Njarðvík bikarmeistari í drengjaflokki karlaPrenta

Drengjaflokkur

Njarðvík og ÍR mættust í bikarúrslitum drengjaflokks karla í Laugardalshöll í dag. Fór svo að Njarðvíkingar fóru heim með þann stóra eftir góðan 85-63 sigur í skemmtilegum leik.

ÍR-ingar fengu draumabyrjun þar sem þeir gersamlega jörðuðu Njarðvík í 1. hluta 23-15 með Eyjólf Ásberg Halldórsson í broddi fylkingar. Njarðvíkingar réðu ekkert við Eyjólf en framlagið var minna frá öðrum leikmönnum ÍR. Eyjólfur var með 22 stig og 14 fráköst í fyrri hálfleik og ljóst að Njarðvíkingar yrðu að bregðast við ef þeir ætluðu að halda sér inni í leiknum.

Njarðvíkingar hertu vörnin töluvert í seinni hálfleik, tóku Eyjólf algerlega úr sínum leik á meðan Jón Arnór, Snjólfur og Adam Eiður léku á alls oddi. Varnarleikur ÍR-inga var skelfilegur í seinni hálfleik og sóknarleikurinn skipulagslaus með einstaklingsframtakið var í fyrirrúmi.

Grænklæddir rúlluðu þessum leik og þar með bikarnum heim í rólegheitunum með Jón Arnór Sverrisson sem besta mann leiksins en hann setti upp þrennu með 14 stig, 15 stoðsendingar og 13 fráköst.

Adam Eiður Ásgeirsson var stigahæstur Njarðvíkinga með 27 stig en á eftir honum kom Snjólfur með 22 stig og 12 fráköst að auki. Hjá ÍR var Eyjólfur stigahæstur með 23 stig og 16 fráköst en náði ekki að viðhalda frábærum leik sínum í fyrri hálfleik. Sigurkarl Róbert Jóhannesson sýndi góðan leik og virtist ekki ætla að sætta sig við tap. Hann lauk leik með 14 stig og 6 fráköst.