Njarðvík á stóra sviðinu um helginaPrenta

Yngri flokkar

Risa helgi er að fara af stað í bikarkeppninni í körfubolta um helgina. 10.flokkur stúlkna mætir Grindavík í bikarúrslitum í dag kl 18 í Laugardalshöllinni. Á sunnudaginn spilar svo unglingaflokkur karla bikarúrslit við KR kl 14:35 og 9.flokkur stúlkna leikur til úrslita gegn Keflavík kl 19. Hvetjum alla að mæta í grænu og styðja við yngri flokkana okkar eins og við meistaraflokkinn okkar sem leikur til úrslita á laugardaginn kl 16:30 gegn Stjörnunni.