Njarðvík 3-0 KR: Helstu umfjallanir um lokaleikinnPrenta

Körfubolti

Seríunni gegn KR í 8-liða úrslitum Subwaydeildar karla lauk í gærkvöldi með stórum og öruggum 91-63 sigri Njarðvíkur-ljónanna. Græna hjörðin fór enn einu sinni á kostum í stúkunni og liðið á parketinu sveik ekki.

Dedrick Basile átti enn einn herforingja leikinn með 18 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst og svo 50% þriggja stiga nýtingu, sem „nota bene” var hans slakasta þriggja stiga nýting í seríunni, magnað! Sjá hér samantekt á frammistöðu Basile í seríunni

Enn standa yfir leikir í 8-liða úrslitum en nú eru það Njarðvík og Valur sem hafa unnið einvígi sín og eru því komin áfram. Staðan hjá Keflavík og Tindastól er 2-1 fyrir Skagfirðinga og Íslandsmeistarar Þórs úr Þorlákshöfn leiða 2-1 gegn Grindavík. Það skýrist því innan tíðar hvaða liði við mætum í undanúrslitum.

Hér að neðan má sjá helstu umfjallanir frá leiknum í gær

VF.is: Njarðvíkingar kláruðu KR 3-0 og eru komnir í undanúrslit Subway-deildar karla

Karfan.is: Njarðvík sló út KR í fyrsta sinn síðan 2006

Mbl.is: Sópurinn á lofti í Njarðvík og KR komið í sumarfrí

Vísir.is: KR-ingar komnir í sumarfrí

Mynd/ JBÓ – Haukur Helgi sækir að vörn KR í Ljónagryfjunni