Njarðvík 2-1 ÍR: Breiðholt á föstudagPrenta

Körfubolti

Ekki hafðist það að tryggja farseðilinn í kvöld í undanúrslit þegar ÍR minnkaði muninn í 2-1 í seríunni. Lokatölur 64-70 þar sem síðari hálfleikur var okkar mönnum þungur. Fjórða viðureignin fer því fram í Breiðholti á föstudag. Elvar Már Friðriksson var stigahæstur í kvöld með 19 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar.

Ljónin fóru ekki nægilega vel með boltann í kvöld, 17 tapaðir boltar á meðan liðið tapaði aðeins 10 boltum í leik eitt og 10 í leik tvö. Sóknarleikur liðsins hökti verulega í þriðja leikhluta þar sem liðið gerði bara 12 stig og í þeim fjórða voru þau einvörðungu 14 og 26 stig á 20 mínútum í úrslitakeppninni er ekki vænlegt til árangurs.

Það þýðir ekkert að dvelja við niðurstöðu kvöldsins enda rosalegur leikur á boðstólunum á föstudag. Við viljum sérstaklega þakka magnaðan stuðning í stúkunni í kvöld, hún var væn og græn og það verður ekki þörf á síðri frammistöðu næsta föstudag.

#ÁframNjarðvík

Tölfræði leiksins
Myndasafn