Nicolas Richotti leikur með NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Körfuknattleiksliði okkar hefur borist liðsstyrkur fyrir komandi átök í úrvalsdeild karla í körfubolta. Nicolás Richotti sem leikur í stöðu leikstjórnanda kemur frá Palencia í næst efstu deild Spánar en hann lék í áratug fyrir Tenerife í efstu deild þar í landi. Nicolás er hlaðinn reynslu en hann hefur unnið meistaradeild Evrópu með Tenerife þar sem hann var lengi vel fyrirliði og að auki hefur hann spilað fyrir hið sterka argentíska landslið.

Von er á Richotti til Njarðvíkur og bjóðum við hann velkomin til leiks.

Staðreyndir um Nicolas:

Hæð: 184 CM

Þyngd: 82 kg

Aldur: 34 (Fæddur 17. oct 1986)