Nicholas Richotti á leið í LjónagryfjunaPrenta

Körfubolti

Njarðvík hefur samið við bakvörðinn Nicholas Richotti um að leika með liðinu í Subwaydeild karla. Richotti lék með Njarðvík á síðustu leiktíð þegar ljónin urðu VÍS-bikarmeistarar og deildarmeistarar.

Richotti er væntanlegur til landsins á næstu dögum en hann hefur verið við æfingar á Tenerife síðan í sumar. Nico eins og hann er jafnan kallaður var með 14,4 stig, 4,4 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í leik.