Næring og árangur á mótumPrenta

Sund

Erla Sigurjónsdóttir sundkona ÍRB skrifaði þennan pistil eftir bikarmótið og okkur fannst góð hugmynd að birta hann hér.; Hæhæ Ég var beðin um að skrifa hér eftir góðan árangur minn þessa helgi. Ég heiti Erla og var fyrirliði 1. deildar kvennaliðsins á Bikar. Þetta er annað árið í röð sem við vinnum þetta mót og þetta er algjörlega uppskera erfiðis hjá öllum sem lögðu sitt að mörkum síðustu tvo daga. Ég ætla aðeins að tala hér um hvað næring hefur verið mikilvægur þáttur í árangri mínum þessa helgi. Ég synti 3 greinar þetta mót og bætti tímana mína í þeim öllum. Þegar maður er orðin 19 ára þá er ekkert sjálfsagt mál að bæta sig í aðalgreinunum sínum og yfirleitt gerist það bara á Íslandsmeistaramótunum. Fyrsta mánuð æfinga var ég að mestu leiti fjarverandi vegna vinnu. Eftir það kom heil vika af veikindum. Ég hef því aðeins náð að æfa af einhverri alvöru í 5 vikur. Á 5 vikum komst ég í það gott form að ég var að bæta mig í aðalgreinunum mínum. Ég er sprettsundsmanneskja og einhvern veginn tókst mér samt að bæta mig í 50 flug þegar ég synti 100 flug. Þetta er eitthvað sem hefur aldrei gerst við mig.