Mótið að byrja, þrír leikir á einni vikuPrenta

Fótbolti

Nú styttis í fyrsta leik í Íslandsmótinu en á laugardaginn förum við austur á Egilsstaði og leikum við heimamenn í Hetti. Forsmekkurinn af þessu var um síðustu helgi þegar við unnum Kára á Akranesi í fyrstu umferð Borgunarbikarsins. Það verður leikið á gerfigrasvellinum í Fellabæ á laugardaginn og það er eins gott að við höfum þurft að glíma við rok og heldur kaldara veður síðustu daga en við vorum farnir að venjast því hann hefur verið heldur kaldari fyrir austan.

Á þriðjudaginn förum við á Selfoss þar sem við leikum við heimamenn í annari umferð Borgunarbikarsins, sigurvegarinn fær sæti í 32 liða úrslitum. Það verður gaman á fá að kljást við Selfyssinga en komið tími síðan við lékum við þá síðast.

Síðan á föstudaginn 13. maí er fyrsti heimaleikurinn gegn ÍR sem er spáð sigri í 2. deild í ár. Tveir erfiðir leikir strax í byrjun móts þó það sé ekki hægt að tala um erfiða leiki því þeir verða það allir. Það er von okkar að sem flestir mæti þó þessi leikur beri uppá fyrstu ferðahelgi ársins.

Mynd/ Við byrjuðum mótið í fyrra á Egilsstöðum og þá var snjór niður á hliðarlínu eins og sést á myndinni.