Eins og vanalega fara morgunæfingar afstað í október og munu æfingarnar byrja þriðjudaginn 6.október.
Í vetur verða þær kl 7:00-7:50 þriðjudaga og miðvikudaga fyrir leikmenn í 7.-10.flokki. Morgunæfingarnar eru að kostnaðarlausu fyrir iðkendur og eru innifaldar í æfingagjöldum.
Það verða þau Adam Eiður Ásgeirsson og Ashley Gray leikmenn meistaraflokka félagsins sem sjá um æfingarnar í vetur en þau þjálfa einnig bæði yngri flokka hjá félaginu.
Æfingarnar eru einstaklingsmiðaðar þar sem lögð er áhersla á boltatækni, hreyfingar í kringum körfuna og skottækni.
Við minnum alla koma með sína eigin brúsa og halda áfram að sinna sóttvörnum með handþvotti fyrir og eftir æfingar.