Mjólkurbikarinn; Njarðvík – KBPrenta

Fótbolti

Þá er komið að því fyrsti leikur í Mjólkurbikarnum og andstæðingarnir eru lið KB úr Breiðholtinu. Bikarkeppni KSÍ heitir núna Mjólkurbikarinn eins og hann hét hér á árum áður. Sigurvegari úr þessum leik mætir síðan 4. deildar liði Kórdrengja þann 20. apríl á Framvelli. Mjólkurbikarinn heldur síðan áfram en 32 liða úrslit fara síðan fram daganna 30. apríl til 2. maí.
Keppni í  Inkasso-deildinn hefst síðan 5. maí þegar Þróttur Rvík kemur í heimsókn.

Við hvetjum alla okkar stuðningsmenn að mæta og kíkja á liðið hjá okkur

Knattspyrnufélag Breiðholts, KB er stofnað 2007 og þá sem varalið Leiknis í Breiðholti og er með heimavöll hjá og starfsemi hjá Leikni. Liðið hefur leikið í 4. deild frá upphafi.

Fyrri leikir

Njarðvík og KB hafa mæst þrisvar sinnum í mótsleik. Frægasti leikurinn er sennilegasta frá 2008 þegar þeir náðu að skella okkur 0 – 2 hér á heimavelli. Njarðvík lék þá í B deild en KB í D deild.

2008 VISAbikarinn  Njarðvík – KB 0 – 2
2012 Lengjubikarinn  Njarðvík – KB 4 – 3
2014 Borgunarbikarinn Njarðvík – KB 3 – 1

 

NJARÐVÍK – KB
laugardaginn 14. apríl kl. 15:00
Reykjaneshöll

Mjólkurbikarinn

Dómari Gunnar Helgason
Aðstoðardómari 1 Guðmundur Ragnar Björnsson
Aðstoðardómari 2 Ægir Magússon