Mjólkurbikarinn; KR – NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Átta liða úrslit Mjólkurbikarsins og í fyrsta skipti sem við Njarðvíkingar leikum í þeirri umferð. Andstæðingurinn er besta lið landsins í dag KR. Hjá KR er valin maður í hverju rúmi og væntanlega ekki árennilegur anstæðingur fyrir okkur eins og stendur. En við mætum og það verður gaman fyrir okkur að reyna okkur við þá með sinn besta mann og gamlan félaga Óskar Örn Hauksson innanborðs. Þess má geta að allir sem koma á leikina fá súkkulaðiköku og mjólk.

Við vonumst eftir því að sem flestir Njarðvíkingar leggi leið sína á Meistaravelli í kvöld og hvetji okkar lið áfram. Fyrir þá sem ekki komast þá er leikurinn sýndur á Stöð2 sport.

Áfram Njarðvík

Fyrri viðureignir
Njarðvík og KR hafa mæst einu sinni áður í bikarkeppni árið 2006 í bikarkeppni KSÍ það var árið 2006 sem KRingar unnu naumlega 0 – 1 á Njarðvíkurvellinum gamla. Þess má geta að Snorri Már Jónsson aðstoðarþjálfari okkar brotnaði í þeim leik þó það yrði ekki ljóst fyrr en mörgum dögum seinna.

Leikir Sigur Jafntefli Tap Mörk
Bikarkeppni 1 0 0 1 0  –  1
Deildarbikar/Lengjubikar 5 0 1 4 3  –  18
6 0 1 5 17  –  19

KR – NJARÐVÍK
fimmtudaginn 27. júní kl. 19:15
Meistaravellir

Dómari; Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Aðstoðardómari; Andri Vigfússon
Aðstoðardómari; Ragnar Þór Bender
Eftirlitsmaður; Þórður Georg Lárusson
Varadómari; Jóhann Ingi Jónsson