Mislagðar hendur í lokin og tap staðreyndPrenta

Körfubolti

Súrt var það í Þorlákshöfn í gær. Okkar menn í grænu áttu kost á því að stela leiknum eftir að hafa verið að elta allan tímann en heimamenn í Þór héldu út og unnu 91-89.

Antonio Hester var stigahæstur í gær með 19 stig og 11 fráköst og Logi Gunnarsson bætti við 16 stigum og 2 stoðsendingum. Ánægjulegt var að endurheimta Maciej Baginski í hópinn á ný eftir meiðsli en hann skoraði 14 stig og tók 1 frákast á þeim 15 mínútum sem hann skilaði inn af tréverkinu.

Okkar mönnum voru mislagðar hendur í blálokin og slæmt turnover á lokasekúndunum gerði það að verkum að við áttum ekki kost á því að stela stigunum í Þorlákshöfn. Eftir 11 umferðir í deildinni erum við í 6. sæti deildarinnar með 5 sigra og 6 tapleiki eins og Tindastóll og ÍR en höfum betur innbyrðis gegn báðum liðum.

Næti leikur er gegn KR í Njarðtaksgryfjunni fimmtudaginn 4. mars kl. 20:15.

Hér að neðan má sjá þær umfjallanir sem birst hafa um leikinn í Þorákshöfn:

Vísir.is: Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. – Njarðvík 91-89 | Naumur sigur Þórs

Vísir.is: „Klukkan gengur hérna í tvær mínútur og við vitum ekki hvernig staðan er

Mbl.is: Þór upp að hlið toppliðsins