Miðasala á úrslitaleikinn: Höllin kallar!Prenta

Körfubolti

Eftir magnaða frammistöðu í undanúslitum Maltbikarsins er ljóst að það verður innansveitarkrónika í úrslitum Maltbikarsins laugardaginn 13. janúar þegar Njarðvík og Keflavík mætast í Maltbikarúrslitum kvenna. Leikurinn hefst kl. 16:30. Við Njarðvíkingar fjölmennum að sjálfsögðu og litum Höllina græna!

Forsala miða fer fram í Ljónagryfjunni föstudaginn 12. janúar frá kl. 17-21 á skrifstofu Körfuknattleiksdeildar UMFN og er miðaverð í forsölunni kr. 1500 en miðaverð á tix.is er kr. 2000. Þeir sem ætla að kaupa sína miða á tix.is versla sína miða hér í gegnum þennan tengil: Njarðvík-Keflavík (Allur ágóðinn af miðasölunni rennur óskiptur til KKD UMFN).

Tryggið ykkur miða, fjölmennum í Höllina!

#ÁframNjarðvík