Mario tekur annað tímabil með NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Króatinn Mario Matasovic er búinn að framlengja samningi sínum við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur út leiktíðina 2019-2020. Mikil ánægja var með hans störf í Ljónagryfjunni á síðustu leiktíð en hann var með 11,7 stig og 8,4 fráköst að meðltali í leik og framlag upp á 17,5 punkta á leik.

Mario er 26 ára gamall framherji og mætir aftur til æfinga með Njarðvíkurliðinu í ágústmánuði. Einar Árni Jóhannsson þjálfari karlaliðs Njarðvíkur var ánægður með áframhaldandi veru Mario í Njarðvík:

„Við vitum upp á hár hvað við fáum með Mario en þarna er virkilega öflugur einstaklingur sem smellpassar inn í hópinn okkar. VInnusamur með eindæmum og hörku leikmaður.“