Þakkir Magnús Þórir og Einar OrriPrenta

Fótbolti

Félagarnir Einar Orri Einarsson og Magnús Þórir Matthíasson munu ekki leika fyrir Lengjudeildarlið Njarðvíkur á næstu leiktíð.

Einar Orri gekk til liðs við Njarðvíkur árið 2021 og hefur samtals leikið 48 leiki á vegum KSÍ fyrir Njarðvík.
Í þeim leikjum hefur varnarsinnaði miðjumaðurinnn skorað 7 mörk.
Samningur Einars var liðinn og var ákveðið að framlengja hann ekki.

Magnús fylgdi félaga sínum eftir og gekk til liðs við Njarðvík ári seinna, og spilaði Maggi 26 leiki samtals í deild, Mjólkur- og Lengjubikar fyrir Njarðvík. Í þeim leikjum gerði hann 15 mörk.
Magnús hyggst leggja skóna á hilluna og vill Knattspyrnudeild nýta tæifærið til að óska Magga til hamingju með glæstan feril, en á ferlinum hefur hann afrekað það að leika í heild 329 leiki í leikjum á vegum KSÍ. En þar er m.a. fjöldinn allur af leikjum í úrvalsdeild og allt niður í 4.deild.Í þessum leikjum öllum skoraði hann 110 mörk talsins.

Knattspyrnudeildin þakkar þeim félögum innilega fyrir þeirra framlag til klúbbsins, innan sem utan vallar og óskar þeim velfarnaðar í nýjum verkefnum hvort sem þau eru á fótboltavellinum eða á öðrum vettvangi.