Magnús Þór leikmaður ársinsPrenta

Fótbolti

Magnús Þór Magnússon var kjörin leikmaður ársins á lokahófi knattspyrnudeildar í kvöld. Magnús Þór hefur verið öflugur í vörn okkar í sumar og er vel að titlinum komin. Kenneth Hogg var markahæstur og Krystian Wiktorowicz var valin efnleasti leikmaðurinn og fékk hann Mile-bikarinn sem var veittur í tólfta og síðasta skipti í kvöld. Þá fékk Bergþór Ingi Smárason viðurkenningu fyrir 100 mótsleiki með meistaraflokki Njarðvík.

Í ár eru liðin fimmtíu ár frá stofnun knattspyrnudeildarinnar og færði Einara Lilja Kristjánsdóttir varaformaður UMFN deildinni gjöf að því tilefni. Einnig veitti hún Leif Gunnlaugssyni framkvæmdastjóra deildarinnar gullmerki UMFN með lárviðarsveig fyrir störf hans fyrir deildinna hátt í þrjá áratugi.

Knattspyrnundeildinn þakkar öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn á liðnu starfári á einn og annan hátt.