Maciej mættur aftur í slaginn!Prenta

Körfubolti

Maciej Baginski verður með í kvöld þegar Njarðvík mætir Þór Þorlákshöfn í elleftu umferð Domino´s-deildar karla. Maciej hefur verið frá í talsverðan tíma sökum beinmars í fæti en er óðar að nálgast parketið á nýjan leik.

Einar Árni Jóhannsson þjálfari sagði að Baginski væri klár í slaginn og að æfingar hafi gengið vel að undanförnu. Síðustu tvær vikur hafi gengið vel hjá leikmanninum. „Hann nær vonandi að vinna sig áfram hægt og bítandi,” sagði Einar en það er mikið fagnaðarefni að fá Maciej aftur af stað en hann hefur barist við meiðslin allt frá áramótum þegar hann meiddist á æfingu.