Maciej frá næstu 12 vikurPrenta

Körfubolti

Maciej Baginski verður frá næstu vikur en hann sneri sig á ökkla milli hátíða og eftir myndatöku í gær kom í ljós að hann er með beinmar í ökkla. Samkvæmt lækni gæti þessi öflugi leikmaður verið frá í allt að 12 vikur. Maciej er því í endurhæfingarferli næstu vikur og verður að koma í ljós hvenær við fáum að njóta krafta hans í slagnum í Domino´s deildinni.

Við sendum okkar manni baráttukveðjur í endurhæfingunni og erum ekki í vafa um að hann er jafn spenntur að komast inn á parketið og við erum að sjá hann í grænu!