Maciej Baginski framlengir um tvö ár í NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Njarðvíkingar hafa gert tveggja ára samning við Maciej Baginski. Leikmaðurinn er öllum hnútum kunnugur enda alinn upp í Ljónagryfjunni.

Maciej er 28 ára gamall reynslubolti sem spilaði um 20 mínútur í leik á síðustu leiktíð þar sem hann skilaði 7 stigum í leik.

Halldór Karlsson formaður KKD UMFN sagði það ánægjulegt að Njarðvík væri að halda kjarnaleikmanni. „Félagið okkar er á góðri vegferð og við teljum lykilþáttinn í því að skapa stöðugleika í hópnum okkar og þar er Maciej einn af okkar lykilmönnum.

Mynd/ Eyþór: Maciej og Halldór í Gryfjunni.