Loksins sigurPrenta

Fótbolti

Það kom að því að við náðum að landa sigri og það heima gegn velspilandi liði Vestra. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn vel og ágætur kraftur í liðinu. Fyrsta markið kom á 10 mín eftir að Theodór Guðni komst inn fyrir vörnina og lagði hann framhjá markverðinu. Við fengum tvö góð upphlaup einn á móti markverði sem ekki tókst að nýta, hættulegasta færi gestanna var laust stangarskot sem okkur tókst að hreinsa frá. Staðan 1 – 0 í hálfleik.

Seinnihálfleikur gekk út á að gestirnir reyndu hvað þeir gátu að jafn leikinn en vörn okkar hélt. Það var ekki fyrr en á 92 mín að jöfnunarmarkið kom þegar vítaspyrna var dæmd sem þeir skoruðu úr. Þá fóru margir svekktir áhorfendur að týja sig heim á leið. En leikurinn er ekki búin fyrr en búið er að flauta af og eftir harða atlögu í teignum barst boltinn til Styrmirs Gauta sem hamraði hann í netið. Við markið tóku Njarðvíkingar aftur gleði sína og fögnuðu sigri.

Það var komin tími á að vera smá heppnir í þessum leikjum okkar og þrjú góð stig í safnið. Næsti leikur okkar er eftir viku gegn Hetti en þá hefst seinni umferð Íslandsmótsins.

Hvað segir Guðmundur Steinarsson um leikinn,

Ofboðslega mikilvægur sigur á Vestramönnum. Leikurinn spilaðist frekar furðulega, þar sem við vorum í smá eltingarleik en fengum engu að síður opin færi. Þá sérstaklega í fyrri hálfleik sem skilaði okkur einu marki. Seinni hálfleikur á svipuðum nótum, við féllum samt óþarflega aftarlega. Það var svo sem ekki að koma að sök eða þangað til að við gefum víti, klaufalegt og Vestri jafnar. En liðið trúði og uppskar annað mark, flautumark. Iðnaðarsigur eins og þetta er svo oft kallað og sá fyrsti í of langan tíma. Nú er það okkar að nýta þennan sigur í seinni hluta mótsins.

Leikskýrslan Njarðvík – Vestri

Myndirnar eru úr leiknum í dag

IMG_5934 (2)

IMG_5906 (2)

IMG_5924 (2)