Lokamynd að komast á 1. deild kvennaPrenta

Körfubolti

Kvennalið Njarðvíkur varð að fella sig við þriðja deildarósigurinn gegn Þór Akureyri í 1. deild um síðastliðna helgi. Lokatölur voru 64-54 Þór í vil. Erna Freydís Traustadóttir var atkvæðamest í liði Njarðvíkur með 17 stig og 5 fráköst en henni næstar voru þær Vilborg Jónsdóttir og Kamilla Sól Viktorsdóttir báðar með 13 stig. Eftir helgina er ljóst að Njarðvík er komið með öruggt sæti í úrslitakeppni 1. deildar.

Staðan í dag er sú að Fjölnir er á toppi deildarinnar með 26 stig. Grindavík í 2. sæti með 20 stig, Þór í 3. sæti með 18 stig og Njarðvík í 4. sæti með 16 stig. ÍR og Tindastóll eru í 5. og 6. sæti deildarinnar, ÍR með 12 stig og þrátt fyrir að ÍR vinni báða síðustu leiki sína og Njarðvík tapi báðum þá hefur Njarðvík betur innbyrðis gegn ÍR sem kemst ekki uppfyrir Ljónynjunar. Þá er Tindastóll aðeins með 10 stig og á möguleika á fjórum stigum til viðbótar sem dugir þeim ekki inn í úrslitakeppnina.

Af toppliðunum fjórum hefur Njarðvík lokið við 16 leiki af 18 en Þór á 5 leiki eftir, Grindavík fjóra og Fjölnir þrjá svo það getur enn orðið breyting á liðunum fyrir endanlega röðun í úrslitakeppnina.

Næsti leikur Njarðvíkurkvenna er þann 1. mars kl. 19:00 þegar Tindastóll mætir í Ljónagryfjuna.

Staðan í 1. deild kvenna

#ÁframNjarðvík