Logi og Milka kynntu æfingar í HáaleitisskólaPrenta

Körfubolti

Körfuboltakapparnir Logi Gunnarsson og Domynikas Milka litu við í Háaleitisskóla að Ásbrú í morgun þar sem þeir kynntu komandi starfsár hjá Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Logi er yfirþjálfari yngri flokka Njarðvíkur og í sumar gekk Milka í raðir okkar manna. Nemendur í 1.-3. bekk í Háaleitisskóla tóku vel á móti strákunum sem m.a. sögðu þeim frá því að á komandi leiktíð verða æfingar í Háaleitisskóla tvisvar sinnum í viku.

Barna- og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur mun bjóða upp á æfingar fyrir börn í 1.-3. bekk, stráka og stelpur, tvisvar sinnum víku. Æfingarnar verða í íþróttahúsi Háaleitisskóla á mánudögum kl. 16.30-17.30 og föstudögum kl. 16.15-17.15. Þjálfarar við æfingarnar verða Sigurbergur Ísaksson og Gestur Leó Guðjónsson.

Logi og Milka komu færandi hendi þar sem allir bekkir fengu bolta til þess að notast við í frímínútum. Unglingaráð KKD UMFN þakkar kærlega fyrir góðar mótttökur í Háaleitisskóla og erum við spennt að taka á móti iðkendum og allir hvattir til þess að nýta sér næstu tvær vikur til að koma og prófa æfingarnar.

Allar skráningar á körfuboltaæfingar hjá Njarðvík fara fram í gegnum Sportabler

Æfingatafla

Mynd/ Logi og Milka í Háaleitisskóla í morgun.