Logi Lykil-leikmaður fyrstu umferðarPrenta

Körfubolti

Logi Gunnarsson var valinn Lykil-leikmaður fyrstu umferðar í Domino´s-deild karla af Karfan.is um helgina. Í frétt Karfan.is segir:

Í góðum sigri hans manna í grannaglímunni gegn Keflavík, skoraði Logi 15 stig, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á 24 mínútum spiluðum. Þá var hann með 100% nýtingu úr djúpinu, setti öll fjögur þriggja stiga skot sín í leiknum, tvö þeirra þegar mest var undir í lok leiks.