Logi kveður landsliðið um helgina!Prenta

Körfubolti

Fyrirliðinn okkar Logi Gunnarsson leikur sína síðustu landsleiki með A-landsliði Íslands um helgina þegar Finnar og Tékkar koma í heimsókn. Logi mun því ljúka landsliðsferlinum með 147 landsleiki á bakinu og verða fjórði landsleikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi!

Logi lék sinn fyrsta landsleik á móti Noregi 1. ágúst 2000. Landsliðsferill hans telur því átján og hálft ár og leiki á móti 43 mismundandi þjóðum.

Nánar hér:

Logi spilar síðustu landsleikina sína í Höllinni á föstudag og sunnudag
Logi: Þessi hópur var hið fullkomna lið og eins og bræður mínir