Logi frá næstu sex vikurnarPrenta

Körfubolti

Ljóst er að Logi Gunnarsson er með skaddað liðband í hné og verður því frá keppni næstu vikurnar. Logi meiddist í leik gegn Valsmönnum og kenndi sér meins í hnénu eftir leik. Eftir myndatöku í gær þriðjudag er ljóst að Logi verður frá keppni um tíma en vanalega tekur um 6 vikur að jafna sig af álíka meiðslum.

„Það sem ég óttaðist mest var að krossbandið væri slitið og tímabilið og hreinlega ferillinn í hættu. Þetta eru því í raun jákvæðar fréttir. Ég reyni að horfa á þetta jákvæðum augum og mér líður vel núna. Læknar sem skoðuðu myndirnar segja að fyrirbyggjandi æfingar sem ég geri daglega séu í raun að bjarga mér, sagði Logi í samtali við miðla Njarðvíkur.