Ljónynjurnar taka á móti Fjölni í kvöld: Fjórða úrslitakeppninPrenta

Körfubolti

Annar leikur okkar gegn Fjölni í undanúrslitum Subwaydeildar kvenna fer fram í kvöld kl. 20:15 í Ljónagryfjunni. Eftir góða glímu í fyrsta leik náði Fjölnir 1-0 forystu en okkar konur eru staðráðnar í að jafna metin í kvöld!

Leikur kvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en við vorum með fulla Ljónagryfju í gærkvöldi og það væri þvílíkur myndarbragur að sjá hana sneisafulla annað kvöldið í röð.

Nýr og flottur stuðningsmannabolur er kominn í sölu fyrir úrslitakeppnina og voru fjölmargir úr Ljónahjörðinni sem tryggðu sér eintak í gær en bolirnir verða aftur til sölu í kvöld fyrir leik og á meðan leik stendur.

Eins og áður greinir leiðir Fjölnir einvígið 1-0 en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast upp úr undanúrslitum og inn í úrslit. Það er nóg eftir af seríunni og Njarðvíkurliðið hefur sýnt marga góða leiki gegn Fjölni á tímabilinu til þessa, með réttum og öflugum stuðningi jöfnum við einvígið í kvöld!

Yfirstandandi úrslitakeppni er sú fjórða sem kvennalið Njarðvíkur tekur þátt í frá upphafi úrslitakeppninnar í úrvalsdeild kvenna. Fyrst árið 2003 og svo hið ljúfa ár 2012 þegar félagið tók báða titla kvennamegin. Til þessa hafði Njarðvík mætt Keflavík, Haukum, Hamri og Snæfell í úrslitakeppninni og því er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem Njarðvík mætir Fjölni í úrslitakeppni kvenna.

Hér er yfirlit yfir þátttöku kvennaliðs Njarðvíkur í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar

2003
Undanúrslit: Keflavík 2-0 Njarðvík
*Fyrsta sinn sem Njarðvík tekur þátt í úrslitakeppninni.

2011
Fyrsta umferð: Haukar 0-2 Njarðvík
Undanúrslit: Hamar 2-3 Njarðvík
Úrslit: Keflavík 3-0 Njarðvík
*Annað sinn sem Njarðvík tekur þátt í úrslitakeppninni.

2012
Undanúrslit: Njarðvík 3-1 Snæfell
Úrslit: Njarðvík 3-1 Hauakr
*Þetta ár varð Njarðvík Íslands- og bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins.
*Þriðja sinn sem Njarðvík tekur þátt í úrslitakeppninni.

2022
Undanúrslit: Fjölnir – Njarðvík
*Fjórða sinn sem Njarðvík tekur þátt í úrslitakeppninni.

ÁframNjarðvík

Sjáumst í Ljónagryfjunni í kvöld

Mynd með frétt/ Bára Dröfn Kristinsdóttir – Collier í fyrsta leiknum gegn Fjölni.