Lið Massa með góðan árangur á ÍMPrenta

Lyftingar

Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum fór fram í Mosfellsbæ um helgina. Mótið hófst á föstudagskvöld þegar var keppt í kraftlyftingum (í búnaði). Þóra Kristín Hjaltadóttir frá Massa varð íslandsmeistari í -84kg flokki kvenna M1 er hún lyfti 132,5 í hnéybeygju / 82,5 í bekkpressu / 152,5 í réttstöðu = 367,5kg samanlagt. 

Á laugardag fór fram keppni í klassískum kraftlyftingum. 
Íris Rut Jónsdóttir varð íslandsmeistari í -63kg flokki kvenna er hún lyfti 137,5 / 80 / 152,5 = 370kg samanlagt.

Þóra Kristín var aftur mætt á keppnispallinn í -84kg flokki kvenna, nú í klassískum kraftlyftingum. Hún endaði í 2.sæti er hún lyfti 130 / 77,5 / 155 = 362,5kg samanlagt.

Í -74kg flokki karla voru 4 keppendur frá Massa. 
Daníel Patrick Riley endaði í 6.sæti er hann lyfti 150 / 90 / 170 = 410kg samanlagt.

Gunnar Ragnarsson endaði í 5.sæti er hann lyfti 160 / 100 / 185 = 450kg samanlagt.

Andri Fannar Aronsson endaði í 4.sæti er hann lyfti 167,5 / 112,5 / 180 = 460kg samanlagt.

Sindri Freyr Arnarsson hafði best í flokknum og varð íslandsmeistari er hann lyfti 190 / 110 / 220 = 520kg samanlagt. Sindri reyndi við 241kg í þriðju tilraun af réttstöðunnu, sem hefði verið nýtt íslandsmet en það tókst því miður ekki í dag.

Eggert Gunnarsson keppti í -105kg flokki karla og endaði í 3.sæti er hann lyfti 212,5 / 145 / 242,5 = 600kg samanlagt.

Kjartan Ingi Jónsson og Samúel Máni Guðmundsson kepptu báðir í +120kg flokki karla.
Þeir voru ansi jafnir en fór það svo að Samúel varð í 2.sæti er hann lyfti 245 / 125 / 240 = 610kg samanlagt. 

Kjartan varð Íslandsmeistari í flokknum er hann lyfti 200 / 172,5 / 240 = 612,5kg samanlagt.

Lið Massa var í 1.sæti í liðakeppni karla með 48 stig og í 2.sæti í liðakeppni kvenna með 21.stig.

Við óskum keppendum til hamingju með árangurinn og þökkum Kraftlyftingafélagi Mosfellsbæjar ásamt KRAFT innilega fyrir gott mót.

Úrslit má finna á síðu KRAFT
Upptöku má finna á Youtube síðu KRAFT

*Mynd: Sindri Freyr með 241kg í réttstöðu