Þá er komið að lokaleik B deildar Lengjubikarsins sjálfum úrslitaleiknum. Í keppninni var leikið í fjórum sex liða riðlum og efsta liðið úr hverjum riðli vann sér sæti í undanúrslitum. Í undanúrslitum mættust Njarðvík og Völsungur, og hinsvegar Vængir Júpiters og Víðir. Njarðvík vann Völsung 1 – 2 og Víðir vann Vængi Júpiters 5 – 0.
Það er orðið ansi langt síðan Njarðvík og Víðir mættust síðast í mótsleik en það var í 2. deild 2009. Fyrri leik liðanna á Garðsvelli lauk með 1 – 4 sigri Njarðvík og seinni leiknum lauk 1 – 0 fyrir Njarðvík.
Við hvetjum alla stuðningsmenn okkar til að mæta og standa vel á bakvið liðið.
NJARÐVÍK – VÍÐIR
þriðjudaginn 2. maí kl. 19:00
Njarðtaksvöllurinn
Dómari Erlendur Eiríksson
Aðstoðardómari 1 Helgi Sigurðsson
Aðstoðardómari 2 Egill Guðvarður Guðlaugsson