Leikur tvö á fimmtudag!Prenta

Körfubolti

Fyrsti leikurinn í undanúrslitum Subwaydeildar kvenna fór fram í gærkvöldi þegar Keflavík tók 1-0 forystu í einvíginu. Leikurinn var jafn og spennandi en það var þungt að missa Collier af velli í fjórða leikhluta og við sendum okkar konu snarpar batakveðjur. Lokatölur 74-64.

Það reyndist Ljónynjunum okkar dýrt að tapa 24 boltum og vera aðeins með 19% þriggja stiga nýtingu. Þrátt fyrir þetta var leikurinn hörku glíma og því ekkert annað í stöðunni en að jafna metin á fimmtudag. Stuðningurinn í stúkunni í gær var magnaður, græna hjörðin klikkar ekki þegar daginn tekur að lengja. Við sjáum ykkur í kvöld í 8-liða úrslitum karla þegar Grindavík mætir í heimsókn og auðvitað aftur á fimmtudag í leik tvö gegn Keflavík.

Hér að neðan fara helstu umfjallanir um leikinn í gær:

Vf.is: Keflavík tók forystuna í einvíginu

Vísir.is: Deildarmeistararnir byrja undanúrslitin á sigri

Vísir.is: Talaði um það síðustu þrjár vikur að svarið gegn Keflavík væri boltahreyfing

Karfan.is: Kamilla Sól: Þurfum að einbeita okkur að okkur

Karfan.is: Keflavík 1-0 Njarðvík: Deildarmeistararnir sigu fram úr í fjórð

Mbl.is: Öruggt hjá Keflavík í fyrsta leik

Munið að miðasala á leikinn í kvöld og á fimmtudag fer fram í Stubbur-app. Tryggið ykkur miða í tæka tíð!