Lárus framlengir og tekur slaginn með RúnariPrenta

Körfubolti

Lárus Ingi Magnússon verður áfram aðstoðarþjálfari hjá Rúnari Inga Erlingssyni þegar Ljónynjurnar halda inn í titilvörn sína á komandi leiktíð. Lárus framlengdi nýverið samningi sínum við félagið.

Þess má til gamans geta að Lárus Ingi var einnig aðstoðarþjálfari hjá Sverri Þór Sverrissyni árið 2012 þegar kvennalið Njarðvíkur vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil en það ár vann liðið líka bikarkeppnina.

„Eftir síðasta tímabil er erfitt að stíga frá og eftir smá umhugsun þá ákvað ég að vera með í því krefjandi verkefni að verja titilinn. Síðasta tímabil var skemmtilegt og lærdómsríkt og að vinna með Rúnari Inga er gefandi og við náum vel saman og bökkum hvorn annan vel upp. Ég hlakka mikið til að byrja aftur að vinna með stelpunum okkar og eins að vinna með nýjum og spennandi leikmönnum,” sagði Lárus í snörpu samtali við UMFN.is