Kynning á vetrarstarfi Þríþrautardeildar UMFN 2022-2023Prenta

Þríþraut

Nú er að hefjast nýtt æfingatímabil hjá 3N. Við viljum hefja starfið á því að bjóða alla velkomna á
kynningarfund sem haldinn verður í fyrirlestrarsal Íþróttaakademíunnar kl:20:00 mánudaginn 5.september
næstkomandi.


Bjóðum upp á sund-, hjóla- og hlaupaæfingar fyrir alla, hvort sem fólk er að byrja eða lengra komna.
Tökum vel á mót nýliðum í sundi, hlaupum og þríþraut snemma á tímabilinu sem verða opin öllum.Það er
einnig hægt skrá sig í stakar greinar.

Farið verður yfir fyrirkomulag æfinga í vetur.

Kynning á þríþraut almennt. Farið yfir keppnisfyrirkomulag og fleira.

Kynning á fyrirhugaðri æfingaferð í vetur ásamt helstu viðburðum


Vonumst til að sjá sem flesta taka þátt í þessu skemmtilega starfi með okkur.

Boðið upp á kaffi og með því!

Stjórn Þríþrautardeildar UMFN