Kyle Johnson til liðs við UMFNPrenta

Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við Kyle Johnson um að leika með félaginu. Hann er 195 cm og leikur í minni framherja stöðunni. Kyle lék með Stjörnunni á síðasta tímabili og skilaði þar 13,9 stigum og 5,2 fráköstum að meðaltali í leik.

Áður hefur kappinn leikið m.a. í deildum í Grikklandi, Ítalíu, Kanada og Frakklandi. Hann hefur þess utan leikið með breska landsliðinu undanfarin ár. Ekki liggur fyrir hvenær kappinn verður klár í slaginn en vonast er til þess að það geti orðið sem fyrst.

Eins og áður hefur komið fram getur Maciej Baginski einn af lykileikmönnum okkar verið frá allt að næstu 12 vikurnar og leikjaálagið mikið á næstu misserum. Af þeim sökum ákvað stjórn í samráði við þjálfara liðsins að þétta raðirnar með reyndum leikmanni í baráttunni sem framundan er.

Mynd/ Johnson á m.a. að baki leiki með enska landsliðinu. Hér er hann kominn á sprettinn fram hjá Chris Paul.