Krystian leikmaður ársins í 2. flokkiPrenta

Fótbolti

Krystian Wiktorowicz var valin leikmaður ársins í 2. flokki á lokahófi flokksins í kvöld, hann var einning markahæstur. Þá var Jökull Ingólfsson valin efnilegastur.

Flokknum gekk vel í sumar og lenti í þriðja sæti C deildar Íslandsmótsins með 25 stig í jöfnu móti. Liðið var lengi vel á þröskuldnum að fara uppí B deildina en óhætt að segja að slæm byrjun og meiðsli leikmanna komu í veg fyrir það. Þjálfarar flokksins voru þeir Einar Valur Árnason og Ingi Þór Þórisson.

Stjórn deildarinnar þakkar strákunum fyrir gott fótboltasumar og vonast til að sjá þá alla aftur þegar æfingar hefjast seinna hlutann í október.

Mynd/ Krystian Wiktorowicz

Jökull Ingólfsson

Einar Valur, Jökull og Ingi Þór

Einar Valur, Krystian og Ingi Þór