Kristín og Jón Björn sæmd heiðursmerkjum KKÍPrenta

Körfubolti

Kristín Örlygsdóttir formaður KKD UMFN og Jón Björn Ólafsson meðlimur í unglingaráði KKD UMFN voru sæmd heiðursmerkjum KKÍ á nýafstöðnu þingi sambandsins. Kristín hlaut silfurmerki fyrir sín störf en Jón Björn gullmerki.

KKÍ veitti 18 einstaklingum heiðursviðurkenningar fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu körfuboltans á Íslandi.

Silfurmerki KKÍ hlutu Aðalsteinn Hrafnkelsson, Ágúst Örn Grétarsson, Björgvin Erlendsson, Bragi Magnússon, Grímur Atlason, Guðni Hafsteinsson, Heimir Snær Jónsson, Hjörleifur Hjörleifsson, Ingibergur Þór Ólafarsson, Kristín Örlygsdóttir, Ólafur Örvar Ólafsson og Þorsteinn Þorbergsson.

Gullmerki KKÍ hlutu Einar Karl Birgisson, Gylfi Þorkelsson, Jóhanna Hjartardóttir, Jón Björn Ólafsson, Karl Guðlaugsson og Rögnvaldur Hreiðarsson.
ÍSÍ veitti einnig þremur aðilum viðurkenningar fyrir þeirra störf í þágu íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Einar Karl Birgisson og Jón Bender fengu silfurmerki ÍSÍ og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir gullmerki ÍSÍ.

Myndir af Facebook-síðu KKÍ. Silfurmerkishafar á efri mynd, gullmerkishafar á þeirri neðri.