Kristín áfram formaður í LjónagryfjunniPrenta

Körfubolti

Aukaaðalfundur Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fór fram mánudagskvöldið 16. maí síðastliðinn. Á fundinum var aðeins einn dagskrárliður en það var kosning stjórnar þar sem Kristín Örlygsdóttir var einróma kjörin áfram formaður KKD UMFN.

Breytingar urðu á stjórn við fundinn en þau Hreiðar Hreiðarsson, Sigrún Ragnarsdóttir og Hafsteinn Sveinsson gengu úr stjórn og er þeim hér með þakkað fyrir sín góðu störf fyrir félagið. Í stjórn voru kjörin í stað þeirra þau Ólafur Bergur Ólafsson, Eyrún Ósk Elvarsdóttir og Jón Haukur Hafsteinsson.

Ný stjórn er því þannig skipuð:

Formaður: Kristín Örlygsdóttir
Stjórn: Brenton Birmingham, Vala Rún Vilhjálmsdóttir, Agnar Mar Gunnarsson, Einar Jónsson, Teitur Örlygsson og Ólafur Bergur Ólafsson.
Í varastjórn voru svo kjörin þau Geirný Geirsdóttir, Emma Hanna Einarsdóttir, Gunnar Örlgysson, Jón Haukur Hafsteinsson og Eyrún Ósk Elvarsdóttir. Á næstunni mun ný stjórn halda sinn fyrsta fund og skipta með sér verkum.