Kirkjuhlaup 3_N 2017Prenta

Þríþraut

 

Hið árlega Kirkjuhlaup á annan í jólum var haldið 26 desember 2017

og var met þátttaka um 40 manns sem tóku þátt. Hlaupið var frá

Sundmiðstöðinni Vatnaveröld og staldrað við hjá hverri kirkju,

trúarmiðstöðvum og safnaðarheimilum, þræddar voru allar kirkjur

frá Keflavík og endað við kirkjuna í Innri Njarðvík. Þar sem Solla

bauð uppá hið árlega kakó og kökur fyrir þá sem tóku þátt.

Frekar napurt var veðrið í þetta sinn talsverður vindur og kuldi, en

hlaupararnir létu það ekki stöðva sig.

Hér má finna nokkrar myndir frá hlaupinu;

https://www.flickr.com/photos/3n_umfn/albums/72157667810647969