Kátir körfukrakkar tóku þátt í líflegum sigri NjarðvíkingaPrenta

Körfubolti

Njarðvík hafði í gærkvöld öflugan 75-65 sigur í Reykjanesbæjarrimmunni gegn Keflavík. Með sigrinum hafa okkar konur tveggja stiga forystu á toppi Subwaydeildarinnar með 26 stig. Tólf stig eru eftir í pottinum fyrir Njarðvík svo hver einn og einasti leikur hér eftir er barátta um röðun fyrir úrslitakeppni og deildarmeistaratitilinn. Með frábærum stuðningi í gær unnust tvö góð stig.

Fyrir leik voru það kátir körfukrakkar úr minniboltanum í Njarðvík sem settu skemmtilegan svip á leikinn. Iðkendurnir slógu skjaldborg í kringum upphitunarsvæði Njarðvíkinga og létu svo vel í sér heyra í „berjunni” og úr stúkunni á meðan leik stóð. Takk fyrir ungu ljón!

Aliyah A’taeya Collier átti enn einn stóra daginn með Njarðvík þar sem hún gerði 29 stig, tók 15 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 3 boltum. Diane Diéné bætti svo við 12 stigum og 10 fráksötum og Lavina var með 11 stig, 12 fráköst og stoðsendingahæst á vellinu með 7 stykki.

Næsti deildarleikur Njarðvíkur er á heimavelli gegn Haukum þann 27. febrúar næstkomandi, svo gegn Fjölni á útivelli. Síðustu fjórir leikirnir í deildinni eru svo gegn Grindavík heima, Val úti, Breiðablik heima og svo önnur Reykjanesbæjarrimma í síðustu umferð deildarkeppninnar gegn Keflavík á útivelli þann 30. mars.

Myndasafn: Njarðvík vs Keflavík (SBS)

Hér að neðan má sjá helstu umfjallanir miðlanna um leikinn í gærkvöldi

VF.is: Njarðvík vann Keflavík og er efst í Subwaydeild kvenna
Mbl.is: Njarðvík með forskot
Vísir.is: Njarðvík vann nágrannaslaginn í Ljónagryfjunni
Karfan.is: Reykjanesbær er grænn í kvöld

Helstu tilþrif leiksins