Katenda nýr liðsmaður í LjónagryfjunniPrenta

Körfubolti

Njarðvík hefur samið við franska miðherjann Eric Katenda um að klára leiktíðina í Ljónagryfjunni. Katenda er 206 cm miðherji fæddur 1992 og lék með Notre Dame og North Texas á háskólaferli sínum í Bandaríkjunum. Katenda lék í Pro A deildinni í Frakklandi og nú síðast í Svíþjóð með Uppsala.

Katenda er ekki kominn með leikheimild og verður því ekki með gegn Haukum í kvöld. Hann verður klár í næstu viku og á það enn eftir að ráðast hvort hans fyrsti leikur verði gegn KR eða Grindavík.