Kamilla næstu tvö árin í LjónagryfjunniPrenta

Körfubolti

Kamilla Sól Viktorsdóttir hefur samið við Njarðvíkinga um að leika áfram með liðinu næstu tvö tímabil. Kamilla sem er 22 ára var lykilleikmaður hjá Íslandsmeisturunum á síðasta tímabili þar sem hún skoraði 6 stig að meðaltali í leik.

„Það kom ekkert annað til greina eftir síðasta tímabil en að vera áfram í Njarðvík. Hvernig tímabilið endaði, vináttan og liðsheildin var ekkert annað en geggjað. Maður er bara að stíga til jarðar núna en nú er bara nýtt tímabil og við byrjum upp á nýtt, þessi titill skiptir þá í rauninni engu máli þegar næsta tímabil hefst.“

Varðandi væntingar og markmið fyrir næsta tímabil þá fer Kamilla varlega í sakirnar. „Mér fannst gott að vinna með það á síðasta tímabili að setja ekki of mikla pressu. Það var að vinna með okkur í þessum úrslitaeinvígjum. Ég held að það sé aftur markmiðið hjá okkur, að vera ekki með neina pressu á okkur,“ sagði Kamilla þegar samningurinn var handsalaður í Ljónagryfjunni.

Mynd/ JB