Jólahappdrætti KKD UMFNPrenta

Körfubolti

Á næstu dögum hefst sala á jólahappdrættismiðum Körfuknattleiksdeildar UMFN. Sérlega veglegir vinningar eru í boði þetta árið sem fyrr og miðinn á kr. 1500.

Við hvetjum alla til að tryggja sér miða í jólahappdrættinu enda mikilvægur liður í starfsemi deildarinnar og hefur fylgt deildinni um árabil. Leikmenn, stjórnarfólk og fleiri góðir útsendarar munu á næstu dögum hefja sölu á miðunum þar sem m.a. er hægt að vinna nýjan iPhone8 að andvirði 115.000 króna!

Nú ef svo illa vill til að þú hreppir ekki fyrsta hnossið þá er glæsilegur pakki frá Bláa Lóninu, gisting og matur í Efsta-Dal II, líkamsræktarkort, miðar í Sambíóin og margt fleira.

Tryggðu þér miða, dregið verður  þann 6. janúar næstkomandi og vinningsnúmer verða birt á umfn.is