Jóhann Björnsson gerði góða hluti á íslandsmóti Garpa sem haldið var í Ásvallalaug 29. -30. apríl sl. Jóhann sem keppti í flokki 50-54 gerði sér lítið fyrir og setti nýtt íslandmet í þessum flokki í þegar hann sigraði í 50m flugsundi. Hann sigraði einnig í 100m flugsund ásamt því að vinna til silfurverðlauna í 50m skriðsundi. Sundráð ÍRB óskar Jóhanni innilega til hamingju með árangurinn.