Jafntefli gegn Víking Ól. í baráttuleikPrenta

Fótbolti

Njarðvík og Víkingur frá Ólafsvík skildu jöfn 1-1 í Inkasso-deild karla í kvöld á Njarðtaksvellinum. Gestirnir náðu forystu á 34. mín., en heimamenn náðu að jafna 4 mín. fyrir hlé, þegar Kenneth Hogg skoraði eftir að hafa fengið stungusendingu í gegnum miðja vörn Ólsara. Fleiri mörk voru ekki gerð og niðurstaðan því jafntefli og kærkomið stig í hús eftir smá eyðimerkurgöngu í síðustu leikjum.

Leikurinn var afar kaflaskiptur, því Ólafsvíkur Víkingar voru miklu sterkari í fyrri hálfleik, enda að leika undan nokkuð sterkri golu. Áttu þeir ansi margar tilraunir á mark okkar en náðu aðeins að setja eitt mark. Njarðvík gat í raun talist heppið að hafa farið inn í leikhléð með með jafna stöðu.

Allt annar bragur var svo á okkar mönnum í síðari hálfleik og voru þeir ívið sterkari aðilinn, án þess þó að skapa sér mikið af hættulegum færum. Þó voru þau nokkur sem hefðu getað skilað marki eða mörkum. Sérstaklega eftir að einum leikmanni gestanna var vikið af velli er 10. mín. lifðu leiks. Með smá heppni hefðum við alveg getað stolið sigrinum, en niðurstaðan sanngjart jafntefli.

Sem sagt kærkomið stig, sem við hefðum líklega altaf tekið fyrirfram. Næsti leikur er svo útileikur næsta fimmtudag gegn Selfossi og af honum loknum lýkur fyrri umferð.

Leikskýrslan Njarðvík – Víkingur Ól.
Staðan í Inkasso deildinni
Fótbolti.net – Skýrslan
Fótbolti.net – Viðtal við Rafn Markús

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld.