Jafntefli gegn VölsungiPrenta

Fótbolti

Jafntefli 2 – 2 var niðurstaðan úr leik okkar við Völsung í dag. Fyrrihálfleikur var ekki okkar, liðið ekki að spila vel og fengum á okkur tvö mörk sem við áttum að koma í veg fyrir. Við lékum á móti vindi í fyrrihálfleik og náðum alls ekki að ná sömu tökum á varnarleiknum eins og í Þorlákshöfn í vikunni.

Með vindinn í bakið hófum við seinnihálfleik einbeittir á að reyna jafn leikinn. Theodór Guðni byrjaði leikinn á bekknum en kom inná á 59 mín og á 63 mín náði hann að minnka muninn eftir að hafa komist innfyrir vörnina og sett hann framhjá markverðinum. Theodór var síðan aftur á ferðinni 77 mín og jafnaði leikinn. Nokkur góð upphlaup okkar runnu út í sandinn og nokkur sem enduðu með mikkilli hættu fyrir framan mark gestanna.

Jafntefli í dag verða að teljast sanngjörn úrslit eftir þennan leik en bæði liðinn hefðu getað stolið sigri en svo var ekki.

Leikskýrslan Njarðvík – Völsungur

Mynd/ sótt að marki Völsunga