Jafntefli gegn Víking ÓlafsvíkPrenta

Fótbolti

Njarðvík og Víkingur Ólafsvík skyldu jöfn 1 – 1 í Fótbolta.net mótinu í kvöld í Reykjaneshöll. Staðan var 0 – 0 eftir fyrrihálfleik þar sem liðin skiptust á að sækja án þess að ná að skora.

Í seinnihálfleik voru það heimamenn sem voru fyrr að skora þegar Andri Fannar Freysson skoraði úr vítaspyrnu á 49 mín. Víkingar náðu að jafna 74 mín eftir að hafa gert harða hríð að markinu eftir hornspyrnu.

Það voru fínir sprettir í þessum leik og jafntefli verða að teljast sanngjörn úslit en bæði liðin fengu færi til að bæta við mörkum. Þá er einn leikur eftir í riðlakeppninni gegn Vestra fimmtudaginn 24. janúar í Reykjaneshöll

Mynd/ Andri Fannar Freysson

Leikskýrslan Njarðvík – Víkingur Ól.