Jafntefli gegn Aftureldingu í MosfellsbæPrenta

Fótbolti

Afturelding og Njarðvík skildu jöfn 1 – 1 í Mosfellsbæ í kvöld. Njarðvíkingar voru sprækir og sterkari aðilinn í fyrrihálfleik. Léku á köflum ljómandi vel og ógnuðu marki heimamanna hvað eftir annað. Styrmir Gauti kom Njarðvík yfir á 25 mín leiksins eftir hornspyrnu en hann náði að koma boltanum í netið eftir mikið þóf.

Njarðvíkingar byrjuðu seinnihálfleik af krafti og voru líklegir að bæta við. Heimamenn höfðu greinilega skipulagt sig og náðu undirtökunum í leiknum og jöfnuðu á 63 mín með fallegu marki. Eftir markið litu okkar menn ekki alveg nógu vel út og lagt frá því sem þeir eiga að sér. Heimamenn voru aðgang harðir en vörn okkar hélt. Síðustu 5-10 mínóturnar skiptust liðin á að sækja og með smá heppi hefði annaðhvort liðið geta stolið sigri. Sanngjörn úrslit, jafntefli 1 – 1.

Sigur og jafntefli í þessari deild eru ekki sjálfgefandi það þarf að hafa fyrir þeim og jafntefli á erfiðum útivelli er kærkomið. Nýjir leikmenn þurfa smá tíma að koma sér inní og aðlagast spilamennsku liðsins.

Næsti leikur okkar er eftir viku gegn Magna á heimavelli, þá takast á toppliðin.

Leikskýrslan Afturelding – Njarðvík 

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld.

IMG_9396   IMG_9433

IMG_9406   IMG_9446

IMG_9484   IMG_9438