Íslandsmótið 2.deild; Huginn – NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Fyrsti leikur Íslandsmótsins og andstæðingurinn er Huginn frá Seyðisfirði. Leikurinn mun fara fram á Fellavelli í Fellabæ og er þetta þriðja árið í röð sem við hefjum leik í Íslandsmótinu á þessum velli. Huginn lék í Inkasso-deildin sl. sumar en náði ekki að halda sæti sínu þar eftir að hafa sigrað 2. deildina 2015. Heimavöllur þeirra á Seyðisfirði er ekki orðin leikhæfur og því er leikið á Fellavelli.

Leikir okkar við Huginn undanfarin ár hafa verið hörkuleikir en af fjórum síðustu höfum við sigrað 2, einu sinni jafntefli og eitt tap. Flestir spámenn telja að keppnin í 2. deild í sumar verði hörkukeppni og jöfn.

Síðustu fjórir leikir í Íslandsmótinu

2015 – 2. deild Huginn – Njarðvík 0 – 1
2015 – 2. deild Njarðvík – Huginn 0 – 1
2014 – 2. deild Huginn – Njarðvik 2 – 4 
2014 – 2. deild Njarðvik – Huginn 2 – 2

KSÍ

Huginn – Njarðvík
laugardaginn 6. maí kl. 14:00
Fellavöllur
Dómari Guðgeir Einarsson
Aðstoðardómari 1 Ásbjörn Sigþór Snorrason
Aðstoðardómari 2 Ragnar Þór Bender

Staðan og leikir í 2.deild 2017