Íslandsmót 2. deild; Tindastóll – NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Þriðja umferð og við heimsækjum Tindastól á Sauðárkróki. Tindastóll sigraði 3. deildina sl. sumar eftir eitt ár í þeirri deild. Leikir okkar við Tindastól undanfarin ár hafa verið hörkuleikir en félögin mættust ekkert í þrjú ár meðan þeir voru í 1. deild.

Við hvetjum okkar fólk sem statt er á norðurlandinu að mæta og hvetja okkar menn.

Síðustu fjórir leikir í Íslandsmótinu

2015 – 2. deild Tindastóll – Njarðvík 1 – 2
2015 – 2. deild Njarðvík – Tindastóll 3 – 1
2011 – 2. deild Njarðvik – Tindastóll/Hvöt 1 – 1
2011 – 2. deild Tindastóll/Hvöt  – Njarðvik 1 – 1

KSÍ

Tindastóll – Njarðvík
laugardaginn 20. maí kl. 15:00
Sauðárkróksvöllur

Dómari Sigurður Hjörtur Þrastarson
Aðstoðardómari 1 Eðvarð Eðvarðsson
Aðstoðardómari 2 Marinó Steinn Þorsteinsson
Eftirlitsmaður  Unnsteinn Einar Jónsson

Staðan og leikir í 2.deild 2017