Íslandsmetin bætt á Bikarmóti um helginaPrenta

Lyftingar

Um helgina fór fram Bikarmótið í klassískum kraftlyftingum og Bikarmótið í bekkpressu með búnaði. Fjölmörg Íslandsmet féllu á mótunum og margir bættu sinn persónulega árangur. 

Massi átti 2 keppendur á Bikarmótinu í bekkpressu í búnaði þau Davíð Þór Penalaver sem að varð bikarmeistari í -93kg flokki með 165kg og svo Þóra Kristín Hjaltadóttir sem að var bikarmeistari í -84kg flokki með 95kg.

Á Bikarmótinu í klassískum kraftlyftingum voru 7 keppendur fyrir hönd Massa.

Í Masters 1 voru 4 keppendur.

Bjarni Birgir Fáfnisson bikarmeistari í -74kg með syrpuna Hnébeygja160kg, Bekkpressa 125kg og síðan 132.5 kg sem voru bæði ný Íslandsmet,síðan tvíbætti hann einnig Íslandsmet í Réttstöðulyftu þegar hann lyfti 215kg og 220kg og endaði með 512.5kg total sem að skilaði honum stigahæstum í Masters 1 flokki karla.

Guðrún Kristjana Reynisdóttir keppti í Masters 1 í -63kg flokki og varð Bikarmeistari með 110kg í Hnébeygju, 62,5kg í Bekkpressu og 135kg í Réttstöðulyftu sem skilaði henni 307,5kg total. Guðrún var einnig stigahæst kvenna í Mastersflokki.

Þóra Kristín Hjaltadóttir varð Bikarmeistari í – 84kg flokki með 120kg í Hnébeygju, 75kg í Bekkpressu og 145kg í Réttstöðulyftu sem skilaði henni 340kg total.

Birna Ómarsdóttir var í 2.sæti í -84kg flokki með 60kg í Hnébeygju, 55kg í Bekkpressu og 95kg í Réttstöðulyftu sem skilaði henni 210kg í total.

Í Masters 3 voru 3 keppendur

Elsa Pálsdóttir varð Bikarmeistari í -76kg flokki með syrpuna 130kg í hnébeygju, 50kg í bekkpressu og svo 150kg í réttstöðulyftu sem skilaði henni 330kg í total.

Hörður Birkisson varð Bikarmeistari í -74kg flokki karla og gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetin í öllum þrem greinum. Hnébeygja 177,5kg, Bekkpressa 103kg og svo 195kg í Réttstöðulyftu sem skilaði total 475,5kg.

Jens Elís Kristinsson varð Bikarmeistari í -105kg flokki og tók syrpuna hnébeygja 172,5kg, Bekkpressa 100kg og 192,5kg í réttstöðulyftu með total 465kg.

Stigahæstu einstaklingar urðu þessir:

Klassískar kraftlyftingar.
Konur opinn flokkur: Kristrún Sveinsdóttir
Konur Junior: Herdís Anna Ólafsdóttir
Konur Sub-junior: Eva Dís Valdimarsdóttir
Konur Master 1: Guðrún Kristjana Reynisdóttir (Massi)
Konur Master 3: Elsa Pálsdóttir (Massi)

Karlar opinn flokkur: Hilmar Símonarson
Karlar Junior: Þorvaldur Hafsteinsson
Karlar Sub-junior: Eduard Laur
Karlar Master 1: Bjarni Birgir Fáfnisson (Massi)
Karlar Master 2: Bjarki Þór Sigurðsson
Karlar Master 3: Hörður Birkisson (Massi)

Bekkpressa með búnaði.
Konur Master 1: Þóra Kristín Hjaltadóttir (Massi)
Konur Master 2: Þórunn Brynja Jónasdóttir

Karlar opinn flokkur: Einar Örn Guðnason

Massi óskar keppendum sínum innilega til hamingju með góðan árangur.